Enduro fyrir alla - Vík í Mýrdal

Fyrsta umferð í Íslandsmótinu Enduro fyrir alla fór fram 26. apríl síðastliðinn á Vík í Mýrdal á vegum Jaðarsklúbbsins. Um 82 keppendur voru skráðir til leiks og var þetta frábær byrjum á hjólasumarinu. Félagsmenn UMFS áttu margir frábæran keppnisdag. Alexander Adam Kuc varð í öðru sæti, Eric Máni Guðmundsson varð í sjötta sæti eftir að hafa tapað  fimmta sætinu í síðust beygju og Heiðar Örn Sverrirson varð 12 sæti.

Einnig eru gefin verðlaun í aldursflokkum og félagsmenn UMFS sigriðu tvo aldursflokka.

Alexander Adam - 1. sæti í 14-19 ára
Heiðar Örn Sverrirsson - 1. sæti í 50-59 ára

Næsta keppni fer svo fram í Þorlákshöfn þann 25. maí 2024

Hér er hægt að sjá nokkrar myndir frá keppnisdeginum - Myndaalbúm Daníel Freyr 

1. sæti Eiður Orri Pálmarsson
2. sæti Alexander Adam Kuc
3. sæti Máni Freyr Pétursson