Fjórða umferð Íslandsmótsins í motocross í Motomos

Ásta Petrea Hannesdóttir lenti í 2. sæti í kvennaflokk
Ásta Petrea Hannesdóttir lenti í 2. sæti í kvennaflokk

Fjórða umferð Íslandsmótsins í motocross fór fram í Motomos þann 12. ágúst síðastliðinn. Mótið fór fram í frábæru verði við góðar aðstæður hjá klúbbnum í Motomos og voru um 70 keppendur skráðir til leiks. Ásta Petrea Hannesdóttir lenti í öðru sæti í kvennaflokk og er það hennar besti árangur í sumar þar sem hún hefur bætt sig í hverri keppni. Eric Máni Guðmundsson sigraði unglingaflokkinn með fullt hús stiga eftir daginn og Alexander Adam lenti í öðru sæti í flokknum MX2 eftir hörku baráttu við Eið Orra Pálmarsson. Fimmta og síðasta keppni sumarsins í Íslandsmótinu verður síðan haldin á aksturssvæði Vélhjólaklúbbsins VÍK í bolaöldu þann 26. ágúst n.k.