10.03.2020
Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum þá vinna heilbrigðisyfirvöld samkvæmt viðbragðsáætlunum embættis landlæknis, sóttvarnalæknis og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra í baráttunni við Covid-19 veiruna. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn funduðu í gær með fulltrúum Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands og fulltrúum sérsambanda ÍSÍ vegna málsins.
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra fór yfir viðbrögð yfirvalda vegna COVID-19.
09.03.2020
Um helgina fór bikarmót í hópfimleikum hjá 1. flokki, 2. flokki og KK eldri og yngri fram í íþróttahúsi Stjörnunnar í Ásgarði.
08.03.2020
Fjórir Selfyssingar voru valdir í yngri landslið kvenna á dögunum. Hólmfríður Arnar Steinsdóttir var valin í U-18 ára landslið kvenna og þær Lena Ósk Jónsdóttir, Hugrún Tinna Róbertsdóttir og Tinna Sigurrós Traustadóttir voru allar valdar í U-16 ára landslið kvenna. Landsliðin koma saman til æfinga 26.
07.03.2020
Aðalfundur sunddeildar Selfoss fór fram mánudaginn 24. febrúar. Starf og rekstur deildarinnar er í blóma og var Guðmundur Pálsson endurkjörinn formaður.
04.03.2020
Aðalfundur handknattleiksdeildar Umf. Selfoss verður haldinn í Tíbrá miðvikudaginn 11. mars klukkan 20:00.Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf.Allir velkomnir,
Handknattleiksdeild Umf.
03.03.2020
Laugardaginn 7. mars verður Rafíþróttaskólinn í samvinnnu við rafíþróttanefnd Umf. Selfoss og félagsmiðstöðina Zelsíuz með opna vinnustofu um rafíþróttir í Tíbrá, félagsheimili Umf.
03.03.2020
Bílaleiga Akureyrar - Höldur og handknattleiksdeild Umf. Selfoss hafa endurnýjað samstarfssamning sinn en aðilarnir skrifuðu undir þriggja ára samning á dögunum. Þetta eru frábær tíðindi enda hefur Bílaleiga Akureyrar verið einn af stærstu styrktaraðilum deildarinnar í gegnum tíðina. Mynd: Bjarmi Skarphéðinsson umboðsaðili Bílaleigu Akureyrar á Selfossi og Einar Sindri varaformaður handknattleiksdeildar innsigla samninginn.
Umf.
02.03.2020
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands (ÍSÍ) vekur athygli á leiðbeiningum sóttvarnarlæknis í tengslum við COVID-19 veirunnar og hvetur sambandsaðila að fylgjast með nýjustu uppfærslum varðandi skilgreiningar á áhættusvæðum.Þeir sambandsaðilar sem hyggja á ferðalög með íþróttahópa ættu að kynna sér allar upplýsingar varðandi smitsvæði á vefsíðu Embættis landlæknis.
02.03.2020
Helgina 8.-9. febrúar fóru 22 keppendur frá Íslandi og kepptu á Danish Open í Vejle. Júdódeild Selfoss sendi fimm keppendur á mótið en það voru Vésteinn Bjarnason, Hrafn Arnarsson, Böðvar Arnarsson, Jakub Tomczyk og Breki Bernharðsson einnig var Egill Blöndal með sem þjálfari.Vésteinn Bjarnason náði lengst af Íslendingunum, hann vann þrjár glímur en tapaði einni í u15 -60 kg flokki og fékk silfur.