Sund

Selfyssingurinn Ólafía Ósk Svanbergsdóttir, sem æfir sund með Selfoss og Suðra, tók þátt í Malmö Open 2018 dagana 9.-11. febrúar sl. og keppti hún þar í flokki S10/SB9 þ.e. flokki hreyfihamlaðra. Í þeim átta sundum sem hún keppti í vann hún gull í sex greinum þ.e. 25, 50 og 100 metra skriðsundi, 50 metra bringusundi og 25 metra flug- og baksundi