Taekwondo

Nýlega skipaður landsliðsþjálfari Lisa Lents boðaði úrtökur fyrir landsliðið í formum helgina 9.-11. mars og er gaman að segja frá því að Þorsteinn Ragnar Guðnason, liðsmaður Umf. Selfoss, var valinn í landslið Íslands í unglingaflokki í poomsae (formum). Taekwondodeild Selfoss óskar Þorsteini Ragnari innilega til hamingju með þennan árangur og hlökkum til að fylgjast með honum á mótum á erlendri grundu. --- Þorsteinn Ragnar ásamt félögum