Fyrirmyndarfélagið Umf.Selfoss

Forsvarsmenn deilda félagsins og formaður þess taka við viðurkenningu fyrir
Forsvarsmenn deilda félagsins og formaður þess taka við viðurkenningu fyrir "Fyrirmyndarfélag ÍSÍ" frá Olgu Bjarnadóttur, fulltrúa í framkvæmdastjórn ÍSÍ.

Aðalfundur Umf.Selfoss, var haldinn, fimmtudaginn, 27.april sl.  Á fundinum fóru fram venjuleg aðalfundarstörf, samkv. lögum félagsins.  Á fundinum var átta deildum félagsins og félaginu sjálfu, veitt endurnýjun á gæðastimplinum "Fyrirmyndarfélag ÍSÍ".  Einnig voru veittar viðurkenningar á fundinum , en það voru UMFÍ bikarinn og Björns Blöndal bikarinn, ásamt því að veitt voru sex silfurmerki félagsins ásamt einu gullmerki.  UMFÍ bikarinn hlaut, Frjálsíþróttadeildin, fyrir undirbúning og framkvæmd, Selfoss Classic, frjálsíþróttamóts á Selfossvelli sl. sumar, þar sem m.a Vésteinn Hafsteinsson mætti með tvo bestu kringlukastar heims.  Björns Blöndal bikarinn hlaut Jósef Geir Guðmundsson, fyrir langt og óeigingjarnt starf fyrir félagið og þá einkum handknattleiksdeildina undanfarin mörg ár.

Silfurmerki félagsins hlutu; Guðmundur Karl Sigurdórsson, Örn Guðnason, Einar Sindri Ólafsson, Aðalbjörg Skúladóttir, Viktor S. Pálsson og Hjalti Þorvarðarson, öll fyrir áralangt starf fyrir félagið.  Gullmerki félagsins hlaut, Jón Birgir Guðmundsson, fyrir áratugastarf fyrir félagið og þá einkum frjálsíþróttadeild og síðari árin handknattleiksdeild.  Jósef Geir og Jón Birgir voru fjarverandi og verður þeim veitt viðurkenning sín við fyrsta tækifæri.  

Framkvæmdastjórn félagsins var endurkjörin og verður því óbreytt næsta árið.