Héraðsmót | Keppendur frá fjórum félögum

Merki HSK - Logo
Merki HSK - Logo

HSK-mótið í taekwondo var haldið í íþróttahúsinu Baulu við Sunnulækjarskóla 9. desember sl. Keppt var í þremur greinum á mótinu, í formi, bardaga og þrautabraut.

Mótið fór mjög vel fram og kepptu keppendur frá fjórum aðildarfélögum HSK á mótinu. Flestir voru frá Selfossi, en einnig frá Heklu, Dímon og Suðra. Gaman var að sjá keppendur frá Suðra, en þetta mun vera í fyrsta skipti að keppendur frá félagi fatlaðra á Suðurlandi taka þátt í taekwondomóti sambandsins.

Úrslit frá mótinu eru á www.hsk.is.  Þar má einnig sjá fleiri myndir frá mótinu.

Úr fréttabréfi HSK