Taekwondo boðsmót haust 2013 (4)
							 
				Helgina 23.-24. nóvember fór HSK mótið í taekwondo fram í íþróttahúsinu Baulu við Sunnulækjarskóla. Mótið gekk mjög vel og stóðu keppendur sig vel. Keppt var í hefðbundnum  greinum taekwondo þ.e.a.s formum og bardaga en einnig var keppt í þrautabraut sem felst í því að fara í gegnum ákveðnar þrautir á sem skemmstum tíma. Þrautabrautin er orðin fastur liður á árlegu HSK móti í taekwondo og nýtur stigvaxandi áhuga bæði iðkenda og áhorfenda.
Umf. Selfoss sigraði stigakeppni mótsins með miklum yfirburðum.
Héraðsmót 13 ára og eldri
1. Selfoss         109 stig
2. Hekla             27 stig
3. Stokkseyri      6 stig
Héraðsmót 12 ára og yngri
1. Selfoss           201 stig
2. Hekla               77 stig
3. Stokkseyri      16 stig
Hér fyrir neðan má nálgast úrslit mótsins.
HSK mót 2013 Sparring yngri
HSK mót 2013 Þrautabraut
HSK mót 2013 Poomsae
HSK mót 2013 - 12 ára og eldri
Starf taekwondo deildarinnar gengur vel og eru  fyrirhuguð beltapróf hjá deildinni aðra helgina í desember.
sp
 
Frá HSK mótinu í taekwondo.
Myndir: Stefán Pálsson.
