Netkosning - íþróttafólk Árborgar 2017

árborg
árborg

Íþrótta- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Árborgar, sem stendur fyrir kjöri á íþróttakonu og íþróttakarli Árborgar ár hvert hefur ákveðið að bæta netkosningu við kjörið þetta árið. Þessi nýjung gefur áhugasömum tækifæri til að taka þátt í kjörinu og hafa áhrif á hverjir eru valdir íþróttakona og íþróttakarl Árborgar 2017. Það eina sem þarf að gera er að velja eina íþróttakonu og einn íþróttakarl á heimasíðu sveitarfélagsins og staðfesta þitt atkvæði með því að skrifa inn staðfestinguna sem sést neðst og ýta á hnappinn „Kjósa“.

Netkosningin er opin út mánudaginn 18. desember nk. og munu úrslit hennar gilda 20% á móti atkvæðum dómnefndar þannig að sá/sú sem endar með flest atkvæði í hvorum flokki fær 16 stig, næst flest atkvæði gefa 11 stig og þriðja sætið gefur 8 stig.

Hér að neðan er hægt að kynna sér nánar hvern og einn íþróttamann og lesa um árangur hans á árinu:

Íþróttakona og karl Árborgar 2017 – Kynning á íþróttafólkinu sem er tilnefnt