11 iðkendur frá Fimleikadeild Selfoss í landsliðshóp fyrir EM 2024

Elsa Karen, Silvia Rós, Birta Rós, Þórunn, Karolína Helga, Birta Sif, Kristín María, Katrín Drífa, Victoria Ann, Magdalena Ósk og Axel Ívan eru öll í landsliðshóp fyrir EM 2024.
Elsa Karen, Silvia Rós, Birta Rós, Þórunn, Karolína Helga, Birta Sif, Kristín María, Katrín Drífa, Victoria Ann, Magdalena Ósk og Axel Ívan eru öll í landsliðshóp fyrir EM 2024.

Landsliðsþjálfarar Fimleikasambands Íslands hafa gefið út landsliðshópa fyrir Evrópumót 2024.

Ísland stefnir að því að senda 5 landslið til keppni, 2 lið í fullorðinsflokki og 3 lið í unglingaflokki. Landsliðshóparnir samanstanda af 15 iðkendur hver, sem munu æfa saman í sumar og undirbúa sig fyrir Evrópumótið sem fer fram í Azerbaijan í október. 11 þessara iðkenda eru frá Fimleikadeild Selfoss og eigum við iðkendur í öllum landsliðshópunum fimm. Í ágúst verður iðkendum í hópunum fimm fækkað úr 15 niður í 12 og verða þá eftir þeir 60 iðkendur sem keppa fyrir Íslands hönd á Evrópumótinu. Það er því mikið undir í sumar hjá þessum hæfileikaríku iðkendum fimleikadeildarinnar, sem koma til með að leggja sig öll fram í æfingum sumarsins til að auka líkur sínar á að vera í lokahópnum í ágúst. 

Auk þessara 11 iðkenda eigum við 3 landsliðsþjálfara í þessu verkefni, en Aníta Þorgerður Tryggvadóttir þjálfara drengjalandsliðið og Mads Pind og Tanja Birgisdóttir þjálfa stúlknalandsliðið.

Þetta er mikið afrek hjá þessum iðkendum og þjálfurum og hlökkum við til að fylgjast með þeim á þessari vegferð - vonandi alla leið til Azerbaijan!

Innilega til hamingju <3