13 réttir í Tíbrá og nýr hópleikur

Það dró strax til tíðinda í hópleik Selfoss getrauna, sem hófst sl. laugardag. Hópurinn Tígull jr. gerði sér lítið fyrir og var mað alla 13 leikina á seðlinum rétta. Glæsilegur árangur hjá hópnum sem skilaði aurum í hús hjá þeim félögum.

Það er enn hægt að skrá sig til leiks í hópleikinn í Tíbrá, Engjavegi 50, þar sem er opið hús frá kl. 11-13 alla laugardaga í vetur. Einnig er hægt að skrá sig í hópleikinn á slóðinni www.tippleikur.is/selfoss.

Hvetjum alla Selfyssinga til að treysta félagsböndin og mæta í Tíbrá á laugardagsmorgnum. Þar er alltaf heitt á könnunni og bakkelsi á boðstólum frá Guðnabakaríi.