15 Íslandsmeistaratitlar til Selfoss

IMG_6343
IMG_6343

Lið HSK/Selfoss náði frábærum árangri á MÍ 15-22 ára sem haldið var á Laugardalsvelli í blíðskaparveðri helgina 25.-26. ágúst sl. Liðið endaði í öðru sæti í heildarstigakeppni mótsins eftir æsispennandi baráttu við lið ÍR. HSK/Selfoss sigraði í tveimur flokkum, 15 ára stelpum og strákum.

Frjálsíþróttadeild Selfoss átti stóran hluta liðsins og stóðu keppendur sig mjög vel, unnu til fjölda verðlauna, settu HSK met og bættu sinn besta árangur. Dagur Fannar Einarsson varð þrefaldur Íslandsmeistari í flokki 16-17 ára auk þess að setja HSK met í 110 m grindahlaupi (15,82 sek) og í 200 m hlaupi (23,53 sek). Eva María Baldursdóttir og Hjalti Snær Helgason, bæði 15 ára, urðu þrefaldir Íslandsmeistarar og Hildur Helga Einarsdóttir og Ýmir Atlason urðu tvöfaldir Íslandsmeistarar.

Gullverðlaun
Dagur Fannar Einarsson (16-17 ára): 110 m grind, 400 m hlaup og 400 m grind
Hjalti Snær Helgason (15 ára): spjótkast, kringlukast og 4x100 m boðhlaup
Eva María Baldursdóttir (15 ára): hástökk, þrístökk og 4x100 m boðhlaup
Thelma Björk Einarsdóttir (20-22 ára): sleggjukast
Ýmir Atlason (18-19ára): stangarstökk og 4x100 m boðhlaup
Hildur Helga Einarsdóttir (16-17 ára): spjótkast og kúluvarp
Emilía Sól Guðmundsdóttir Öfjörð (15 ára):  4x100 m boðhlaup

Silfurverðlaun
Dagur Fannar Einarsson (16-17 ára): langstökk, spjótkast, 4x100 m boðhlaup og 4x400 m boðhlaup
Eva María Baldursdóttir (15 ára): kúluvarp og sleggjukast
Thelma Björk Einarsdóttir (20-22 ára): kúluvarp og kringlukast
Jónas Grétarsson (16-17 ára): 4x100 m boðhlaup og 4x400 m boðhlaup
Hildur Helga Einarsdóttir (16-17 ára): kringlukast
Hákon Birkir Grétarsson (16-17 ára): 4x100 m boðhlaup

Bronsverðlaun
Hjalti Snær Helgason (15 ára): hástökk, kúluvarp og sleggjukast
Dagur Fannar Einarsson (16-17 ára): 100 m hlaup og 200 m hlaup
Eva María Baldursdóttir (15 ára): langstökk
Hildur Helga Einarsdóttir (16-17 ára): sleggjukast