Boltaballið 2019!

Boltaballið-2019_PLAKAT
Boltaballið-2019_PLAKAT

Það er komið að fyrsta balli ársins í Hvítahúsinu... Boltaballinu 2019, en hér er á ferðinni veisla af dýrari gerðinni... en við erum að tala um m.a. Ingó Veðurguð og A-liðið, Bjössa Sax og Þórir Geir. Sérstakir heiðursgestir verða þeir Elvar Gunn, Valli Reynis og Arilíus Marteinsson.

Strákarnir í meistaraflokki munu alfarið sjá um miðasölu á þennan einstaka viðburð og má nálgast miða á þessa einstöku veislu hjá þeim fram á laugardag, en á laugardaginn verður Guðjónsmótið/Guðjónsdagurinn 2019 í allri sinni dýrð, sem endar svo í þessari svaka veislu, en í ár er 10 ára afmæli Guðjónsdagsins og Boltaballsins.

Miðaverð á ballið er 3.000 kr. sem er náttúrulega ekkert verð fyrir þennan pening... sjáumst þar og áfram Selfoss !!