4. flokkur í úrslitum á morgun

Úrslitadagur
Úrslitadagur

Á morgun, laugardag, mun 4. flokkur karla leika til úrslita á Íslandsmótinu. Selfoss mun þar mæta Fram kl. 14:00 og fer leikurinn fram í íþróttahúsinu á Seltjarnarnesi.

Þessi sömu lið mættust í bikarúrslitum 4. flokks í seinasta mánuði þar sem Selfoss hafði sigur 21-20 eftir hörkuleik. Sá leikur var eftirminnilegur fyrir strákana en ljóst er að þeir munu þurfa samskonar frammistöðu og þá til að ná sigri í leiknum á morgun.

Allir Selfyssingar eru hvattir til að mæta á leikinn og styðja strákana til sigurs.

Lau. 27.apr.2013

14.00

Úrslit 4.ka E

 

Hertz höllin

Selfoss - Fram 1