5. flokkur á Garpamóti Gerplu

Garpamót Gerpla
Garpamót Gerpla

Í lok maí fór fimleikadeild Selfoss með 2 sameinuð 5. flokks lið á Garpamót Gerplu í Kópavogi, en mótið var haldið í nýja fimleikahúsinu þeirra.

Liðin fengu þar verðlaun fyrir sitt besta áhald og fengu í lokin grillaðar pylsur og svala.

Skemmtilegur dagur hjá stúlkunum sem stilltu sér allar saman upp á mynd.