Hluti nýrrar stjórnar sunddeildar. Guðmundur, Anna Guðrún, Róbert, Ingibjörg og Hallgerður.
							 
				Aðalfundur Sunddeildar, Umf.Selfoss, var haldinn 1.mars sl.  Ágætis mæting var á fundinn og var árið 2022, gert upp með framlagningu ársreiknings og verðlaunaafhendingum til iðkenda.  Einnig var farið yfir starfið á líðandi ári og hvað þar er framundan.  Ný stjórn var kjörin á fundinum en litlar breytingar urðu á henni, frá fyrri stjórn.  Nýja stjórn skipa:
Guðmundur Pálsson formaður.
Eva Gunnarsdóttir gjaldkeri.
Anna Guðrún Sigurðardóttir ritari og varaformaður.
Ingibjörg Magnúsdóttir meðstjórnandi.
Róbert Sverrisson meðstjórnandi.
Hulda Pálmadóttir varamaður í stjórn.
Birgir Vilhelm Óskarsson varamaður í stjórn.
Hallgerður Höskuldsdóttir fulltrúi iðkenda.