Æfingar falla niður frá miðnætti

Íþróttahreyfingin og COVID-19
Íþróttahreyfingin og COVID-19

Í kjölfar hertra samkomutakmarkanir stjórnvalda, sem kynntar voru í dag, til að ná böndum utan um kórónuveirusmit fellur allt íþróttastarf hjá iðkendum Umf. Selfoss niður frá og með miðnætti í kvöld, miðvikudaginn 24. mars.

Þetta felur meðal annars í sér stöðvun á íþróttaæfingum og keppni næstu þrjár vikurnar.

Sem fyrr breytast aðstæður fljótt þessa dagana og þess vegna er erfitt að segja nákvæmlega hvernig næstu vikur líta út en forsvarsmenn félagsins og deilda þess vinna hörðum höndum að því að halda þjónustu félagsins gangandi meðan samkomubannið er í gildi. Verða næstu dagar notaðir til að skipuleggja fyrirkomulag mögulegra æfinga þannig að þær uppfylli skilyrði stjórnvalda gagnvart samkomubanni.

Nánari upplýsingar um fyrirkomulag æfinga fram yfir páska hjá einstaka deildum félagsins verða sendar til foreldra og forráðamanna í síðasta lagi um næstu helgi.

Þjálfarar deilda félagsins munu sem fyrr leggja sig fram við að búa til krefjandi en skemmtilegar heimaæfingar fyrir yngri iðkendur og vera í beinu sambandi við þá í gegnum Sideline (XPS) eða aðrar samskiptaleiðir sem notaðar eru innan félagsins.

Ítrekum mikilvægi þess að allir fari eftir tilmælum yfirvalda í einu og öllu til að hefta útbreiðslu veirunnar.

Aðalstjórn Umf. Selfoss

Covid-19 og íþróttahreyfingin á vef ÍSÍ