Æfingar í mótokross hefjast í lok maí

Motokross - Alexander Adam Kuc á Sardiníu (3)
Motokross - Alexander Adam Kuc á Sardiníu (3)

Æfingar hefjast hjá okkur í lok maí, þær verða með svipuðu sniði og undarfarin ár, það verður skipt í eldri og yngri hóp.

Guðbjartur Magnússon mun kenna eldri hópnum, og verða þær æfingar mánudaga og miðvikudaga frá kl.18:30-20.30. Guðbjartur er margfaldur íslandsmeistari í motocross og enduro.

Ásta Petrea Hannesdóttir mun kenna yngri hópnum og verða þær æfingar á þriðjudögum og fimmtudögum frá kl.19-20. Ásta hefur æft og keppt í motocross undanfarin á með góðum árangri.

Búið er að opna fyrir skráningu í Nú gegnum Nóra kerfið og hvetjum við alla sem ætla að æfa að skrá þar sem fyrst, hægt er að nota frístundastyrk til niðurgreiðslu á æfingargjöldum.