Æfingatímar handboltans

Þá er loksins komið að því. Handboltaæfingar hefjast á ný næstkomandi mánudag, 21. ágúst, eftir sumarfrí. Allir iðkendur frá síðasta tímabili hafa verið færðir í rétta flokka og þeir ættu því að geta gengið frá æfingagjöldum, skiptingu og frístundastyrk í gegnum ógreitt hnappinn í sportabler appinu. Nýir iðkendur að sjálfsögðu meira en velkomnir að mæta og prufa. Skráning er einnig inná www.sportabler.com/shop/umfs/handbolti .
Æfingataflan er birt með fyrirvara um breytingar, sem eru því miður alltof algengar þar sem aðstaðan er orðin ansi þröng. Taflan gildir fram að áramótum og þá mun hún taka einhverjum smávægilegum breytingum.
Ef það þarf að afskrá iðkanda þá þarf að senda tölvupóst á handbolti@umfs.is þess efnis
Sjáumst hress og kát á æfingu á mánudag!