Afar súrt tap gegn Fjölni

Mynd: Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Hafliði Breiðfjörð

Selfoss tapaði gegn Fjölni þegar liðin mættust á JÁVERK-vellinum í ekki svo góðu veðri fyrr í dag.

Það voru gestirnir úr Grafarvogi sem byrjuðu leikinn betur og uppskáru mark þegar fyrri hálfleikur var rúmlega hálfnaður. Það var síðan hinn sjóðheiti Guðmundur Tyrfingsson sem jafnaði metin fyrir okkar menn þegar hann setti boltann í netið af stuttu færi eftir fyrirgjöf. Gestirnir endurheimtu forystu sína á vondum tíma, rétt fyrir hálfleik. Staðan 1-2 eftir fyrri hálfleik.

Okkar menn komu grimmir út í síðari hálfleik hótuðu jöfnunarmarki. Þorlákur Breki Baxter fékk að líta rautt spjald þegar 55 mínútur voru á klukkunni. Þrátt fyrir að vera einum manni færri náði liði að skapa fín færi. Fjölnismenn fengu einnig rautt spjald þegar stutt var til leiksloka. Þriðja rauða spjald leiksins fékk Gonzalo Zamorano í uppbótartíma leiksins og eftir það var lítið eftir á tanknum. 1-2 tap staðreynd.

Næsti leikur er á föstudagskvöld þegar við förum í Þorlákshöfn og mætum Ægi í baráttunni um Suðurland. Takk fyrir stuðningin í dag.

Áfram Selfoss!