Bikarmeistararnir úr leik

Knattspyrna - Brenna Lovera ÞT mbl
Knattspyrna - Brenna Lovera ÞT mbl

Það verður ekki af því að Selfyssingar verji bikarmeistaratitil sinn því því liðið laut í gras gegn Þrótti í fjórðungsúrslitum Mjólkurbikarsins á föstudag.

Selfyssingar voru yfir í hálfleik eftir mark frá Brenna Lovera á 13. mínútu. Gestirnir sneru taflinu hins vegar við í seinni hálfleik og skoruðu fjögur mörk. Lokatölur 1-4 og bikardraumurinn úti að sinni.

Nánar er fjallað um leikinn á vef Sunnlenska.is

Næsti leikur liðsins er í dag, 31. júní, en þá fer liðið á Sauðárkrók og mætir Tindastól klukkan 18:00 á Sauðárkróksvelli.

---

Ljósmynd: Mbl.is/Þórir Tryggvason