Birkir gerir samning við Selfoss

Birkir skrifar undir samning
Birkir skrifar undir samning

Í dag skrifaði Birkir Pétursson undir þriggja ára samning við knattspyrnudeild Selfoss.

Birkir er á seinasta ári í 2. flokki en hann hefur undanfarin ár spilað stórt hlutverki með liði félagsins í flokknum. Hann hefur spilað vel með liði Selfoss á undirbúningstímabilinu og binda Selfyssingar vonir við að hann styrki meistaraflokk félagsins.

Birkir er enn einn ungur og efnilegur leikmaður félagsins sem tekur skrefið upp í meistaraflokk.

Sveinbjörn Másson framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar handsalaði samninginn við Birki að lokinni undirskrift.

Í stuttu samtali við Gunnar Borgþórsson, yfirþjálfara yngri flokka félagsins, kvaðst hann himinlifandi með þá ávexti sem spretta upp úr öflugu starfi yngri flokka. Hann segir Birki vera fyrirmynd yngri iðkenda og óskar honum til hamingju með áfangann.