Blandað lið Selfoss Íslandsmeistari í gólfæfingum

IMG_9567
IMG_9567

 

 Íslandsmótið í hópfimleikum fór fram í Versölum í Kópavogi 26. og 27.apríl 2013.  Selfoss átti tvö lið í keppninni en það var blandað lið Selfoss og kvennalið Selfoss.  Keppni í fjölþraut fór fram á föstudegi 26.apríl og höfnuðu stelpurnar í þriðja sæti sem verður að teljast mjög góður árangur sem og blandað lið Selfoss hafnaði í 2.sæti á eftir liði Ármanns.  

Laugardaginn 27.apríl voru svo úrslit á áhöldum en þrjú efstu liðin á hverju áhaldi komast áfram til úrslita daginn eftir  Blandað lið Selfoss komst áfram á öllum áhöldum þar sem aðeins tvö lið kepptu en kvennalið Selfoss komst verðskuldað áfram á gólfi.  Selfsossstelpur voru í 2.sæti fyrir úrslitin en náðu ekki eins góðum mómentum seinni daginn og enduðu í 3.sæti á gólfi í úrslitum.  Kynslóðaskipti eiga sér stað í kvennaliðinu en veturinn var góð reynsla inn í komandi tímabil.   Mixlið Selfoss gerði sér lítið fyrir og sigraði gólfæfingarnar og hrepptu íslandsmeistaratitilinn þar.  Mjög vel gert af svona ungu liði og framtíðin björt.   
Mjög svo góð stemmning var í stúkunni á föstudaginn en Selfyssingar fjölmenntu til að horfa á þetta flotta fimleikafólk.  Fimleikadeildin og liðin sem kepptu vilja koma á framfæri þakklæti fyrir frábæran stuðning.  
Næsta mót er Minningarmótið sem og HSK mótið í eldri flokki en það verður keyrt samhliða í íþróttahúsi Vallaskóla sunnudaginn 5.maí.  Svo er mjög fjölmennt FSÍ mót helgina 10.-12.maí en það er Vormót Fimleikasambands Íslands. 

 

 

Blandað lið Selfoss á palli

 

 Kvennalið Selfoss ásamt þjálfurum