Breiðablik sótti toppsætið á Selfoss

pepsi max
pepsi max

Selfoss missti toppsæti Pepsi Max deildarinnar í gær en liðið varð að sjá á eftir toppsæti deildarinnar til Íslandsmeistara Breiðabliks þegar liðin mættust á Selfossvelli í gær. Gestirnir unnu öruggan sigur 0-4.

Selfoss hefur setið í toppsæti deildarinnar í allt sumar en Blikar hirtu það í gær og hafa 15 stig en Selfoss er í 3. sæti með 13 stig. Þar á milli er Valur með 14 stig.

Nánar er fjallað um leikinn á vef Sunnlenska.is

Næsti leikur liðsins er á föstudag þegar liðið mætir Þrótti í Mjólkurbikarnum.