Bryndís Embla
Meistaramót Íslands í fjölþrautum var haldið í Reykjavík helgina 16.-17.ágúst. Frjálsíþróttadeild Selfoss átti tvo keppendur í 15 ára flokki sem stóðu sig báðir frábærlega.
Anna Metta Óskarsdóttir varð Íslandsmeistari í fimmtarþraut í flokki 15 ára. Anna Metta hlaut 2802 stig í fimmtarþrautinni. Hún sigraði langstökkið með 5,14m stökki og spjótkastið þegar hún kastaði spjótinu 32,66m. Anna Metta bætti sinn besta árangur í 800m hlaupi á tímanum 2:39,42 mín. Hún bætti sig einnig í 80m grindahlaupi er hún kom í mark á tímanum 12,81 sek og að lokum bætti hún sinn besta árangur í kúluvarpi með 9,23m löngu kasti. Frábær þraut hjá hinni stórefnilegu Önnu Mettu.
Magnús Tryggvi Birgisson varð í þriðja sæti í fimmtarþraut í flokki 15 ára pilta en hann er 14 ára gamall en hann náði 2802 stigum. Hann sigraði kastgreinarnar báðar, kastaði kringlunni 33,28m og spjótinu kastaði hann 36,80m og bætti sinn besta árangur. Hann bætti sinn besta árangur í 800m hlaupi er hann kom í mark á tímanum 2:43,32 mín og 100m grindahlaupið hljóp hann á 19,15 sek sem er bæting hjá honum. Að lokum stökk hann 4,26m í langstökki. Flottur árangur hjá hinum efnilega Magnúsi Tryggva