Bryndís Embla
Bryndís Embla Einarsdóttir Umf Selfoss bætti eigið Íslandsmet í spjótkasti á Sumarkastmóti Selfoss þann 18. ágúst síðastliðinn. Hún kastaði 500gr spjótinu 46,93m og bætti eigið Íslandsmet í flokki 16 -17 ára um 61 cm. Árangur Bryndísar Emblu er jafnframt HSK met í flokki 16-17 ára.
Kristján Kári Ólafsson bætti eigið HSK met í sleggjukasti (7,26 kg) á sama móti er hann kastaði sleggjunni 41,40m. Hann bætti fyrra met sitt um 90 cm.
Margir aðrir keppendur stóðu sig vel og settu persónuleg met en úrslit mótsins má sjá á mótasíðu FRÍ.