Dagný meðal fjögurra bestu

Dagný Selfoss
Dagný Selfoss

Dagný Brynj­ars­dótt­ir, leikmaður Pepsi-deildarliðs Selfoss í knatt­spyrnu, er í hópi þeirra fjög­urra sem koma til greina sem besta knatt­spyrnu­kona banda­ríska há­skóla­bolt­ans í vet­ur.

Til­nefn­ing­in er til hinna svo­kölluðu Honda Sports-verðlauna, en Honda er aðalstyrkt­araðili þeirra. Verði Dagný út­nefnd besta knatt­spyrnu­kona há­skóla­bolt­ans á hún mögu­leika á að verða val­in besta íþrótta­kona í öll­um banda­rísku há­skóla­grein­un­um. Þrjár knatt­spyrnu­kon­ur hafa af­rekað það, þær Mia Hamm árið 1994, Cin­dy Daws árið 1997 og Christ­ine Sincla­ir árið 2006. Al­geng­ast hef­ur verið að körfuknatt­leiks­kona vinni, frá því að verðlaun­in voru fyrst veitt árið 1977.

Dagný var fyr­irliði Florida State há­skól­ans sem varð banda­rísk­ur meist­ari fyr­ir skömmu. Hún leiddi liðið inn­an sem utan vall­ar og skoraði 16 mörk, þar af 5 úr­slita­mörk. Hún var val­in í úr­valslið NSCAA, og hafði áður verið val­in mik­il­væg­asti leikmaður­inn í atlants­hafs­deild­inni, svæðis­deild­inni sem Florida State keppti í áður en liðið fór í úr­slita­keppn­ina við önn­ur bestu há­skólalið Banda­ríkj­anna.

Greint var frá þessu á vefnum mbl.is.