Deportivo wanka sigruðu mjúkboltamótið

Sigurvegarar softballmót 2018
Sigurvegarar softballmót 2018

Um síðastliðina helgi fór fram Mjúkboltamót og bjórkvöld á vegum handknattleiksdeildar. Mótið var haldið í íþróttahúsinu Vallaskóla og lukkaðist vel, en alls voru skráð 24 lið og yfir 120 þáttakendur. Mikill áhugi var fyrir mótinu og mætti töluverður fjöldi áhorfenda. Leikið var í fjórum riðlum og eftir það hefðbundin útsláttarkeppni. Liðin Deportivo Wanka og Frussurnar mættust í æsispennandi úrslitaleik og svo fór að lið Deportivo Wanka vann leikinn og þar með mótið. Lið Deportivo Wanka skipa Adam Örn Sveinbjörnsson, Helgi Hlynsson, Teitur Örn Einarsson, Bjarni Ófeigur Valdimarsson og Ásmundur Guðjónsson.

Um kvöldið var svo haldið árlegt bjórkvöld handboltans þar sem um 100 manns mættu. Þar fór fram verðlaunaafhending fyrir mjúkboltamótið. Verðlaun voru veitt fyrir sigurvegara mótsins, búningaverðlaun fengu liðsmenn Emoji fyrir skrautlega búninga. Einnig var áhugaverðasta lið mótsins valið og þá fékk Magnús Matthíasson viðurkenningu fyrir að vera elsti markaskorari mótsins. Pílukastkeppnin var á sínum stað, en hana vann Jósef Geir Guðmundsson með 120 stig og fékk að verðlaunum Bose heyrnatól frá TRS, einnig voru veitt verðlaun fyrir annað og þriðja sæti en í verðlaun voru gjafabréf frá Hótel Selfoss og Hótel Stracta.

 

Mótið og kvöldið heppnuðust mjög vel og það er ljóst að þetta verður haldið aftur að ári!

 


Mynd: Hluti sigurliðs Deportivo Wanka. Frá vinstri: Adam Örn Sveinbjörnsson, Helgi Hlynsson og Teitur Örn Einarsson.