Efnilegur hópur á Stórmóti ÍR

Frjálsar - Stórmót ÍR yngsti hópur (2)
Frjálsar - Stórmót ÍR yngsti hópur (2)

Stórmót ÍR í frjálsum fór fram í frjálsíþróttahöllinni í Laugardal helgina 6.-7. febrúar.

Yngstu keppendurnir spreyttu sig í þrautabraut þar sem keppt var í flokki 8 ára og yngri og 9-10 ára. Þrautirnar hæfðu hvorum aldurshópi fyrir sig og voru til dæmis hindrunarhlaup, kraftakast, boðhlaup, langstökk og keðjuparís.

Selfyssingar áttu lið í báðum flokkum og með þeim í hóp voru fleiri sunnlensk börn úr ýmsum félögum innan HSK. Börnin mættu einbeitt til leiks og voru til fyrirmyndar hvort sem um er að ræða árangur í greinum eða liðsheild. Allir þátttakendur fengu gullpening fyrir þátttökuna í mótinu.

Texti og ljósmyndir: Ágústa Tryggvadóttir og Kristín Gunnarsdóttir

Frjálsar - Stórmót ÍR yngsti hópur (4) Frjálsar - Stórmót ÍR yngsti hópur (3) Frjálsar - Stórmót ÍR yngsti hópur (1)Frjálsar - Stórmót ÍR yngsti hópur (2)