Egill í þriðja sæti á Opna sænska

Egill
Egill

Selfyssingurinn Egill Blöndal lenti í þriðja sæti í -90 kg flokki á Opna sænska unglingameistaramótinu í Stokkhólmi um helgina. Egill, sem er 18 ára og keppti í U21 árs, sigraði þrjár af fjórum viðureignum sínum á mótinu, allar á ippon.

Mótið er eitt sterkasta júdómót sem unglingalandslið Íslands keppir á en um 350 keppendur kepptu að þessu sinni frá átta löndum. Íslendingar áttu tíu keppendur á mótinu og af þeim voru þrír Selfyssingar.

Auk Egils kepptu Úlfur Böðvarsson og Grímur Ívarsson einnig á mótinu fyrir hönd Íslands. Þeir kepptu í -90 kg í aldursflokki U18 og stóðu fyrir sínu.

Öll úrslit mótsins er að finna á heimsíðu mótsins.