Egill þriðji á Welsh Open

Júdó - Egill Welsh Open
Júdó - Egill Welsh Open

Um helgina fór fram Welsh Judo Open í Cardiff í Wales og fóru sjö keppendur frá Íslandi ásamt landsliðsþjálfurum.

Egill Blöndal úr Umf. Selfoss keppti í -90 kg flokki náði góðum árangri eða þriðja sæti af 18 keppendum í flokknum.

Alexander Heiðarson náði öðru sæti í U21 -55 kg flokki en þar voru þrír keppendur.

---

Egill er lengst til hægri á myndinni.