Ellefu leikmenn skrifa undir samninga við Selfoss

Undirskriftir 27.maí 2014
Undirskriftir 27.maí 2014

Ellefu leikmenn skrifuðu undir samninga við Handknattleiksdeild Selfoss nú í kvöld. Allir þessir leikmenn eru aldir upp hjá félaginu en þarna eru ungir og efnilegir strákar sem eru að stíga sín fyrstu skref með meistaraflokki sem og eldri reynsluboltar sem hafa spilað fjölda leikja fyrir Selfoss.

Stjórn handknattleiksdeildarinnar er að vonum ánægð með undirskriftir þessara leikmanna sem er liður í áframhaldandi uppbyggingu liðsins og sýnir góðan afrakstur af unglingastarfi félagsins.

Á mynd, efri röð: Þorsteinn Rúnar Ásgeirsson formaður Handknattleiksdeildarinnar, Sverrir Andrésson, Gunnar Páll Júlíusson, Árni Guðmundsson, Sverrir Pálsson, Ómar Vignir Helgason, Gunnar Ingi Jónsson og Hörður Másson. Neðri röð: Elvar Örn Jónsson, Alexander Már Egan, Hergeir Grímsson og Guðjón Ágústsson.