Elvar og Perla valin best á lokahófinu

Elvar Örn og Perla Ruth - lokahóf 2019
Elvar Örn og Perla Ruth - lokahóf 2019

Lokahóf handknattleiksdeildarinnar fór fram síðastliðinn laugardag í hátíðarsal Hótel Selfoss. Hófið fór vel fram og var góð mæting. Gunnar Sigurðarson stýrði veislunni af sinni einskæru snilld. Boðið var upp á hlaðborð, happdrætti, skemmtiatriði og að lokum var haldið veglegt uppboð á öllum keppnistreyjum leikmanna meistaraflokks kvenna og karla. Að lokahófi loknu tók við meistaraball Umf. Selfoss og Hótel Selfoss. Þar léku Ingó og Stuðlabandið fyrir dansi fram á nótt.

Silfurmerki voru veitt þeim sem hafa unnið ómetanlegt starf í þágu félagsins á undanförnum árum. Sex fengu silfurmerki að þessu sinni en það voru þau Kristín Traustadóttir, Þorsteinn Rúnar Ásgeirsson, Sigurður Ástráðsson, Patrekur Jóhannesson, Þórir Ólafsson og Örn Þrastarson.

Viðurkenningar voru afhentar fyrir spilaða leiki. Þau sem hafa spilað a.m.k. 100 leiki með félaginu voru þau: Ívar Grétarsson, Sebastian Alexandersson, Elvar Örn Jónsson, Katrín Ósk Magnúsdóttir, Gylfi Már Ágústsson, Alexander Már Egan, Hildur Øder Einarsdóttir og Margrét Katrín Jónsdóttir. Þeir sem hafa spilað 200 leiki fyrir félagið voru þeir Hörður Gunnar Bjarnarson, Atli Kristinsson, Ómar Vignir Helgason og Ramunas Mikalonis. Einnig var Sebastian Alexandersson veitt viðurkenning fyrir að hafa náð 300 leikjum sem þjálfari hjá félaginu.

Veitt voru verðlaun fyrir árangur leikmanna í meistaraflokk karla og kvenna ásamt Ungmennaliði Selfoss. Þau Elvar Örn Jónsson og Perla Ruth Albertsdóttir voru valin leikmenn ársins hjá meistaraflokk karla og kvenna árið 2019, en þau voru einnig markahæst í sínum flokki. Varnarmenn ársins voru þau Hulda Dís Þrastardóttir og Hergeir Grímsson, sóknarmenn ársins voru þau Haukur og Hrafnhildur Hanna Þrastarbörn. Efnilegustu leikmenn ársins voru þau Tryggvi Þórisson og Katla María Magnúsdóttir og baráttubikarinn fengu þau Kristrún Steinþórsdóttir og Guðni Ingvarsson. Sölvi Ólafsson var valinn bestur í úrslitakeppni meistaraflokks karla. Hannes Höskuldsson var síðan valinn leikmaður ársins í U-liðinu ásamt því að vera markakóngur.

Félagi ársins var síðan valinn Jósef Geir Guðmundsson. Það þekkja allir Jobba, eins og hann er yfirleitt kallaður. Jobbi hefur verið liðsstjóri meistaraflokks kvenna undanfarin tvö ár og er sannkallaður altmulig-maður hjá deildinni. Það væri ógerningur að fara telja upp allt það sem Jobbi hefur komið nálægt hjá deildinni en hann er sannarlega vel að þessum verðlaunum kominn.

Ungmennalið Selfoss

Markakóngur: Hannes Höskuldsson, 84 mörk (6,5 í leik) 
Leikmaður ársins: Hannes Höskuldsson 

 

Meistaraflokkur kvenna

Markadrottning: Perla Ruth Albertsdóttir, 120 mörk (5,2 í leik)
Varnarmaður ársins: Hulda Dís Þrastardóttir, 73 brotin fríköst, 18 unnir boltar
Sóknarmaður ársins: Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir, 105 mörk (7 í leik), 51 stoðsending
Efnilegasti leikmaður ársins: Katla María Magnúsdóttir
Baráttubikarinn: Kristrún Steinþórsdóttir
Leikmaður ársins: Perla Ruth Albertsdóttir

Meistaraflokkur karla

Markakóngur: Elvar Örn Jónsson, 221 mark (5,8 í leik)
Varnarmaður ársins: Hergeir Grímsson, 154 brotin fríköst, 44 unnir boltar
Sóknarmaður ársins: Haukur Þrastarson, 184 mörk (5,1 í leik), 177 stoðsendingar
Efnilegasti leikmaður ársins: Tryggvi Þórisson
Baráttubikarinn: Guðni Ingvarsson
Bestur í úrslitakeppni: Sölvi Ólafsson, 121 varin skot (40%) í úrslitakeppninni
Leikmaður ársins: Elvar Örn Jónsson

Félagi ársins

Jósef Geir Guðmundsson

Silfurmerkishafar Umf. Selfoss. Frá vinstri: Grímur Hergeirsson, Sigurður Þór Ástráðsson, Patrekur Jóhannesson, Jón Birgir Guðmundsson, Þórir Ólafsson, Örn Þrastarson, Þorsteinn Rúnar Ásgeirsson ásamt Sverri Einarssyni frá Umf. Selfoss. Fremri röð: Kristín Traustadóttir og Rúnar Hjálmarsson.


Myndir: Umf. Selfoss