Elvar Örn og Hrafnhildur Hanna leikmenn ársins

Lokahóf 2016 Verðlaunahafar
Lokahóf 2016 Verðlaunahafar

Fjöldi viðurkenninga var veittur á glæsilegu lokahófi handboltamanna sem fram fór á Hótel Selfossi á laugardag. Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir og Elvar Örn Jónsson voru valin leikmenn ársins en þau voru jafnframt markahæstu leikmenn Selfoss á tímabilinu.

Varnarmenn ársins voru Eyvindur Hrannar Gunnarsson og Kristrún Steinþórsdóttir, sóknarmenn ársins voru Teitur Örn Einarsson og Adina Ghidoarca, efnilegust voru Teitur Örn og Elena Elísabet Birgisdóttir og baráttubikarinn hlutu Rúnar Hjálmarsson og Perla Ruth Albertsdóttir. Félagi ársins var valinn ljósmyndarinn Jóhannes Ásgeir Eiríksson sem hefur mætt með linsuna að vopni á fjölda leikja Selfyssinga undanfarin ár.

---

Bestu leikmenn Selfoss í vetur voru Hrafnhildur Hanna og Elvar Örn.
Verðalaunahafar f.v. Elvar Örn, Hrafnhildur Hanna, Rúnar, Perla Ruth, Adina, Eyvindur Hrannar, Elena Elísabet, Teitur Örn og Kristún.
Ljósmyndir: Umf. Selfoss/Kristján Bergsteinsson

Lokahóf 2016 Verðlaunahafar