Eva aftur til liðs við Selfoss

Eva Grímsdóttir
Eva Grímsdóttir

Selfyssingurinn Eva Grímsdóttir hefur gengið til liðs við Selfoss á nýjan leik eftir stutta dvöl hjá Stjörnunni í Garðabæ.

Það er mikið fagnaðarefni fyrir Fimleikadeild Selfoss að endurheimta Evu en hún er ein albesta fimleikakona landsins auk þess að vera mikil og góð fyrirmynd yngri iðkenda á Selfossi.

Eva keppir fyrir hönd Íslands í fullorðinsflokki kvenna á Evrópumótinu sem fram fer á Íslandi 13.-18. október.

Fimleikadeildin býður Evu velkomna aftur heim.