Eva María með Íslandsmet í hástökki

Eva ísl.met
Eva ísl.met

Eva María Baldursdóttir, Umf Selfossi, náði þeim frábæra árangri á Hástökksmóti Selfoss sem haldið var  þann 17.ágúst að bæta sig um 3 cm og stökkva 1.81 m.  Eva María stökk yfir 1.81 m í fyrstu tilraun og bætti 25 ára gamalt Íslandsmet Völu Flosadóttur  í flokki 16-17 ára um 1 cm.  Þessi árangur Evu Maríu er þriðji besti árangur í hástökki kvenna frá upphafi á Íslandi en Íslandsmetið i kvennaflokki sem er í eigu Þórdísar Gísladóttur er 1.88m.  Eva María setti einnig Héraðsmet í flokkum 16-17 ára, 18-19 ára og 20-22 ára en þau met átti hún sjálf.

Eva María er með þessu stökki í 3.sæti á Evrópulistanum í flokki 17 ára og yngri og í 6. sæti á heimslistanum í flokki 17 ára og yngri.  Frábær árangur hjá þessar stórefnilegu stúlku en hún var búin að ná lágmarki á tvö stórmót erlendis í sumar en þeim var báðum aflýst vegna Covid.  Spennandi verður að fylgjast með Evu Maríu stökkva hástökk á Bikarkeppni FRÍ sem haldin verður á Selfossvelli þann 29.ágúst n.k.