Fallbaráttan kvödd

Luka Jagacic
Luka Jagacic

Strákarnir okkar komu sér í þægilega fjarlægð frá botni fyrstu deildar með öruggum sigri á KV sl. föstudag. Þrátt fyrir ágæta tilburði KV var augljóst frá fyrstu mínútu að Selfyssingar voru töluvert öflugri en gestirnir.

Það var þú ekki fyrr en á 76. mínútu sem ísinn var brotinn þegar Ragnar Þór Gunnarsson kom boltanum í netið. Í kjölfar þess komu mörk frá Luka Jagacic og Andra Birni Sigurðssyni áður en KV minnkaði muninn á lokaandartökum leiksins.

Að loknum 19 umferðum er Selfoss í 9. sæti með 25 stig og er nú sjö stigum frá fallsæti. Næsti leikur Selfyssinga er fimmtudaginn 4. september kl. 18:00 þegar strákarnir heimsækja Hauka á Schenker-völlinn í Hafnarfirði.

Nánar er fjallað um leikinn á vef Sunnlenska.is.

---

Luka er duglegur að skora fyrir Selfoss
Mynd: Umf. Selfoss/Gissur