Andrea Ýr, formaður fimleikadeildar Selfoss og Elín Svafa frá Geysi ásamt iðkendum í 4. flokki á Haustmóti um helgina.
Fimleikadeild Selfoss og Hótel Geysir endurnýjuðu í haust samstarfssamning sinn en við höfum verið í farsælu samstarfi síðastliðin ár.
Hótel Geysir hefur verið einn af okkar stærstu samstarfsaðilum og í ár styrktu þau einnig meistaraflokk og 1. flokkana okkar um upphitunarboli, sem nýtist iðkendunum okkar afar vel.
Okkur þykir mjög vænt um þetta samstarf og erum spennt fyrir áframhaldinu en Hótel Geysir er rótgróið fjölskyldufyrirtæki og fyrir löngu rómuð fyrir fallegt umhverfi, þægindi og góða þjónustu en þau leggja einnig áherslu á umhverfisvænar vörur og sjálfbæra stefnu.
Við þökkum Hótel Geysi innilega fyrir gott samstarf hingað til og hlökkum til framhaldsins!