Fjóla Signý fékk brons í Svíþjóð

Frjálar - Fjóla Signý í Svíþjóð
Frjálar - Fjóla Signý í Svíþjóð

Fjóla Signý Hannesdóttir keppti um helgina á sænska mótinu Sayo í Stokkhólmi þar sem hún hljóp bæði 100 metra grind og 400 metra grindarhlaup.

Fjóla hljóp 100 metra grindina á 15,03 sekúndum, sem er hennar besti tími í ár, og var hún aðeins 3/100 úr sekúndu frá því að komast í úrslit en endaði í 9. sæti.

400 metra grindarhlaupið hljóp Fjóla á 64,23 sekúndum og endaði í þriðja sæti. Þetta var fyrsta 400 metra grindarhlaup hennar í ár og má því segja að þetta hafi verið ágætis byrjun hjá Fjólu, sem er að koma til baka eftir löng og erfið meiðsli.

Keppnistímabilið í frjálsum íþróttum er rétt að byrja og því mikið rými fyrir bætingar segir Fjóla, enda mörg mót eftir í sumar.

---

Fjóla Signý hljóp á besta tíma ársins í Svíþjóð.
Ljósmynd: Umf. Selfoss/Laufey Einarsdóttir