Fjölmennur 5. flokkur í Vestmannaeyjum

5. fl. í Vestmannaeyjum - vefur
5. fl. í Vestmannaeyjum - vefur

Fimmti flokkur karla og kvenna fóru til Vestmannaeyja um seinustu helgi og kepptu á fyrsta móti vetrarins. Hvorki fleiri né færri en 47 krakkar frá Selfossi fóru á mótið sem skipuðu fimm lið. Ekkert félag var með eins marga keppendur á mótinu. Öll liðin stóðu sig með prýði og voru félaginu til mikils sóma.

Þess má geta að Selfoss 1 og Selfoss 3 mættust á mótinu. Bæði lið voru í efstu deild, en það er gríðarlega sjaldgæft að eiga tvö lið í efstu deild í 5. flokki. Framtíðin er greinilega björt á Selfossi.

Mynd: Umf. Selfoss/Örn Þrastarson