Fjórir Selfyssingar keppa á Reykjavík Júdó Open

Þór á RIG júdó
Þór á RIG júdó

Reykjavík Júdó Open fer fram í Laugardalshöllinni á laugardag og hefst kl. 10:00 með forkeppni sem lýkur um kl. 13.00. Brons og úrslitaviðureignir hefjast svo kl. 15:15 og mótslok um kl. 17:00. Erlendir þátttakendur eru um þrjátíu og á meðal þeirra gríðasterkir keppendur og verðlaunahafar frá European Cup mótaröðinni.

Þrír Selfyssingar keppa á mótinu en það eru Þór Davíðsson í -100 kg flokki og Egill Blöndal og Grímur Ívarsson í -90 kg flokki. Auk þess keppir Þjóðverjinn Corinna Anklam í -63 kg flokki á mótinu en hún æfir um þessar mundir með Umf. Selfoss.

Við óskum keppendum okkar góðs gengis á mótinu.

Keppendalisti á mótinu

---

Þór hlaut silfurverðlaun á mótinu 2015 eftir æsispennandi glímu.