Frjálsíþróttaskóli UMFÍ á Selfossi

frjalsithrottaskoli_2014 vefur
frjalsithrottaskoli_2014 vefur

Frjálsíþróttaskóli UMFÍ sem fram fer á Selfossi hefst strax að loknu Meistaramóti Íslands 11-14 ára sem fram fer um helgina. Skólinn er settur á mánudag og stendur fram á fimmtudag 2. júlí. Frjálsíþróttaskólinn er ætlaður ungmennum á aldrinum 11-18 ára. Aðaláhersla er lögð á kennslu í frjálsíþróttum en að auki er farið í sund, leiki, haldnar kvöldvökur og skólanum lýkur með móti síðasta daginn.

Aldrei hafa eins margir skráð sig í skólann og í ár. Búið er að fjölga starfsmönnum til að taka á móti fleiri iðkendum þannig að nú er tekið á móti 60 ungmennum. Þrátt fyrir það eru aðeins örfá sæti laus í skólanum.

Nánari upplýsingar um Frjálsíþróttaskólann.