GK mót í hópfimleikum yngri flokka

5. flokkur á sínu fyrsta FSÍ móti
5. flokkur á sínu fyrsta FSÍ móti

Helgina 9. - 11. febrúar fór fram seinni hluti GK móts í hópfimleikum en fyrri hlutinn var helgina áður, 2. - 4. febrúar.
Keppendum fjölgar ört og því var gripið til þess fyrir nokkrum árum að skipta mótinu á tvær helgar, sem engu að síður eru fullbókaðar í keppni frá föstudegi til sunnudags. 
Að þessu sinni kepptu yngri flokkarnir okkar, 5. flokkur, 4. flokkur og kk yngri. 
5. flokkur keppti á föstudaginn og var þar að keppa á sínu fyrsta fimleikamóti á vegum Fimleikasambands Íslands. Á þessu fyrsta móti er ekki keppt til verðlauna en keppendurnir eru þó dæmdir og fá þjálfararnir einkunnirnar sendar eftir mótið til yfirferðar. Keppnin er fyrst og fremst ætluð til þess að leyfa krökkunum að stíga sín fyrstu skref í keppni í formlegum keppnisaðstæðum, áður en þau byrja að keppa til verðlauna í 4. flokki. Eftir mótið fengu iðkendurnir okkar viðurkenningarskjal. Þær stóðu sig frábærlega og það var virkilega gaman að fylgjast með þeim stíga sín fyrstu skref í keppni.

Á laugardeginum kepptu drengirnir í kk yngri. Þeir kepptu þar í stökkifimi yngri. Strákarnir áttu heilt yfir góðan dag og lentu í 4. sæti á trampólíni, því 5. á dýnu og 6. sæti á gólfi og samanlagt. 

Á sunnudeginum keppti 4. flokkur en 4. flokki er skipt niður í 4. lið. Eldra árið keppir sem 4. flokkur í A og B-deild og yngra árið keppir í C-deild en deildarskiptingin fór fram eftir Haustmót Fimleikasambandsins í nóvember. 
4. flokkur í A-deild keppti á sunnudagsmorgninum og gekk mótið hjá þeim vel, þær gerðu öruggar æfingar og lentu í 4. sæti á dýnu, 2. sæti á gólfi og 1. sæti á trampólíni og samanlagt urðu þær í 1. sæti. 
4. flokkur B-deild keppti beint á eftir þeim og gekk mótið ekki síður vel hjá þeim, þar sem þær lentu í 3. sæti á gólfi, 2. sæti á dýnu og 1. sæti á trampólíni og urðu einnig samanlagt í 1. sæti. 

4. flokkur bleikur og gulur lokuðu mótinu seinni part sunnudags og áfram héldu liðin með hreinar æfingar og gott gengi. Margir í 4. flokki eru að stíga sín fyrstu skref í keppni og mjög gaman að fylgjast með þeim. Selfoss bleikur lenti í 4. sæti á trampólíni, 8. sæti á dýni, 10. sæti á gólfi og 8. sæti samanlagt og Selfoss gulur í 2. sæti á trampólíni, 3. sæti á dýnu, 8. sæti á gólfi og í 4. sæti samanlagt. 

 

Heilt yfir einkenndist frammistaða Selfossliðanna af hreinum og vel æfðum æfingum og mikilli leikgleði iðkendanna, sem er akkúrat það sem við viljum. Til hamingju með mótið öll, áfram Selfoss!