Glæsilegt lokahóf knattspyrnufólks

Jói, Elli og Michele
Jói, Elli og Michele

Glæsilegt lokahóf knattspyrnudeildarinnar var haldið í Hvítahúsinu laugardaginn 21. september. Boðið var upp á glæsileg skemmtiatriði sem náðu hámarki í söngkeppni meistaraflokks kvenna og 2. flokks karla. Að lokinni dagskrá spiluðu Ingó og Veðurguðirnir fyrir fjörugum dansi fram á rauða nótt.

Venju samkvæmt voru veitt verðlaun til leikmanna meistaraflokks og 2. flokks karla og kvenna.

Í 2. flokki kvenna fékk Katrín Kjartansdóttir verðlaun fyrir ástundun og framfarir, Katrín Rúnarsdóttir var markadrottning og leikmaður ársins var Inga Lára Sveinsdóttir.

Lokahóf 2013 10

Mynd: Gunnar Þór Gunnarsson

Í 2. flokki karla fékk Arnar Einarsson verðlaun fyrir ástundun og framfarir, Friðrik Örn Emilsson var markakóngur og leikmaður ársins var Markús Árni Vernharðsson.

Lokahóf 2013 11

Mynd: Gunnar Þór Gunnarsson

Í meistaraflokki kvenna fengu Bríet Mörk Ómarsdóttir og Karitas Tómasdóttir viðurkenningu fyrir framfarir og ástundum, Hrafnhildur Hauksdóttir var efnilegust og Guðmunda Brynja Óladóttir var markadrottning. Þá voru þær Guðmunda Brynja og Michele Dalton valdar leikmenn ársins.

Lokahóf 2013 17

Mynd: Gunnar Þór Gunnarsson

Í meistaraflokki karla fékk Sindri Pálmason viðurkenningu fyrir framfarir og ástundum, Þorsteinn Daníel Þorsteinsson þótti efnilegastur og Javier Zurbano Lacalle var markakóngur. Að lokum var Jóhann Ólafur Sigurðsson fyrir valinu sem leikmaður ársins.

Lokahóf 2013 18

Mynd: Gunnar Þór Gunnarsson

Guðjónsbikarinn sem veittur er, í minningu Guðjóns Ægis Sigurjónssonar, til leikmanna fyrir mikilvægt framlag til félagsins og jákvæðni innan vallar sem utan fór að þessu sinni til Þórhildar Svövu Svararsdóttur og Andrew James Pew. Þá fengu Jón Steindór Sveinsson, Jensína Kristín Gísladóttir, Torfi Ragnar Sigurðsson og Þórhildur Svava viðurkenningu fyrir óeigingjarnt starf í þágu deildarinnar en þau hýstu erlenda leikmenn kvennaliðs Selfoss í sumar.

Lokahóf 2013 06

Mynd: Gunnar Þór Gunnarsson

Að lokum hlaut Hafþór Sævarsson þann heiður að vera valinn félagi ársins. Hafþór er einn öflugasti stuðningsmaður Selfoss hvort sem er í blíðu og stríðu. Ávallt tilbúinn að leggja hönd á plóg og fylgja liðunum hvernig sem gengur eða viðrar í boltanum.

Lokahóf 2013 09

Mynd: Gunnar Þór Gunnarsson

Knattspyrnudeildin þakkar slúttnefndinni með þeim Þóru, Auði og Guðfinnu í fararbroddi kærlega fyrir undirbúning og framkvæmd lokahófsins sem tókst í alla staði mjög vel.

Auður, Guðfinna og Þóra

Mynd: Inga Heiða Heimisdóttir

Mynd af Jóhanni Ólafi, Elíasi Einarssyni markmannsþjálfara og Michele: Inga Heiða Heimisdóttir