Glæsilegt Olísmót

olismot_logo2015
olismot_logo2015

Meistaradeild Olís í knattspyrnu fyrir strákana í 5. flokki fór fram með glæsibrag á JÁVERK-vellinum á Selfossi um seinustu helgi. Þetta var ellefta árið í röð sem knattspyrnudeildin heldur mótið sem gengur undir nafninu Olísmótið.

Eftirtalin lið urðu sigurvegarar í sínum riðli.
A-lið R1: Valur
A-lið R2: Þór
B-lið R1: Hamar/Ægir
B-lið R2: Þór
C-lið R1: Grindavík
C-lið R2: Þór
D-lið R1: ÍR
D-lið R2: Hamar/Ægir

Þá sigraði HK í bikarkeppni A-liða og Grótta fékk háttvísiverðlaun KSÍ.

Knattspyrnudeild Selfoss vill koma á framfæri þakklæti sínu til keppenda, þjálfara, liðstjóra og foreldra allra liða á mótinu. Strákarnir voru til fyrirmyndar jafnt innan vallar sem utan og verðugir fulltrúar sinna félaga. Takk fyrir þátttökuna.

Einnig viljum við koma á framfæri þakklæti til vallarstarfsmanna, dómara, sjálfboðaliða og foreldra á mótinu. Ykkar framlag er ómetanlegt og er ein helsta ástæða þess að við getum haldið mótið með þeim glæsibrag og myndarleika sem raunin er. Takk fyrir aðstoðina.

Allt hjálpast þetta að og eftir situr eftirminnileg helgi á Selfossi þar sem fléttast saman keppni, vinátta og góðar minningar. Einstök úrslit, skot, mörk, sigrar og töp líða hjá en eftir situr minningin um frábært mót.

---

Ljósmyndir frá Sporthero.is

olis15-LID-85 olis15-LID-83