Gleði og gaman á Bronsleikum ÍR

Frjálsar - Bronsleikar ÍR (5)
Frjálsar - Bronsleikar ÍR (5)

Hinir árlegu Bronsleikar ÍR voru haldnir laugardaginn 5. október í frjálsíþróttahöllinni í Laugardal. Mótið er haldið til að heiðra Völu Flosadóttur sem vann til bronsverðlauna í stangarstökki á Ólympíuleikunum í Sydney árið 2000.

Á leikunum er keppt í fjölþraut barna, en greinarnar byggjast á styrk, snerpu, úthaldi og samhæfingu. Þrautirnar eru þróaðar til að hæfa sérstaklega þeim aldri sem þær eru lagðar fyrir svo allir ættu að fá viðfangsefni við hæfi.

7 ára og yngri og 8-9 ára kepptu í þrautarbraut þar sem liðið vinnur saman að því að safna stigum í þrautunum. Elstu börnin 10-11 ára eru að færa sig nær því að keppa í hefðbundnum frjálsíþróttagreinum og spreyttu sig því í fjórþraut sem stendur saman af langstökki, 60 m spretthlaupi, kúluvarpi og 600 metra hlaupi.

Selfoss mætti að vanda með vaskt lið, alls 20 keppendur. Allir stóðu sig með mikilli prýði og var leikgleðin og samheldnin í fyrirrúmi.

at

---

Ljósmyndir: Umf. Selfoss