Góður árangur á vormóti

Fimleikar - Vormót 4. flokkur
Fimleikar - Vormót 4. flokkur

Um helgina fór vormót í hópfimleikum fram í Dalshúsum í Grafarvogi. Fimleikadeild Selfoss sendi tvö stúlknalið á mótið, eitt í 4. flokki og annað í 5. flokki.

Báðir hóparnir stóðu sig vel og enduðu í fjórða sæti. Bæði liðin bættu skor sitt frá síðasta móti og verður gaman að fylgjast með þessum ungu stúlkum í framtíðinni.

Umf. Selfoss/sóh

---

Á mynd með frétt eru stelpurnar í 4. flokki.
Á mynd fyrir neðan eru stelpurnar í 5. flokki.
Ljósmyndir: Umf. Selfoss