Gott gengi í Mosfellsbæ

Mótokross - 85 flokkur kvenna - 1. sæti Bergrós Björnsdóttir
Mótokross - 85 flokkur kvenna - 1. sæti Bergrós Björnsdóttir

Fyrsta umferð Íslandsmeistaramótsins í mótokross fór fram 28. júní í frábæru veðri í Motomos í Mosfellsbæ og mætti mikill fjöldi áhorenda til fylgjast með keppendum. Mótokrossdeild Selfoss átti þó nokkra keppendur að vanda og komust nokkrir þeirra á pall.

Hörkubarátta var í 85 cc flokki og endaði Eric Máni Guðmundsson í þriðja sæti eftir daginn, þrír efstu í þeim flokk skiptu allir með sér jöfnum stigum eftir daginn og réðust úrslit í þriðja og síðasta mótoinu, Bergrós Björnsdóttir varð hlutskörpust í 85 cc flokki kvenna.

Í flokknum MX2 var mikil barátta um toppsætin. Alexander Adam Kuc hafnaði í þriðja sæti sem er frábær árangur hjá honum en þetta er hans fyrsta sumar í flokknum.

Í kvennaflokki varð Gyða Dögg Heiðarsdóttir í efsta sæti eftir öruggan sigur í öllum mótoum dagsins, Ásta Petra Hannesdóttir varð í fjórða sæti og að lokum varð Ragnheiður Brynjólfsdóttir í öðru sæti í flokknum 30+.

rb

---

Á mynd með fréttinni er Bergrós sem sigraði í sínum flokki.


Eric Máni (t.h.) varð þriðji í sinum flokki.


Alexander Adam (t.h.) varð þriðji í sinum flokki.

Ljósmyndir: Umf. Selfoss/Marta Kuc