Guðjón Bjarni nýr formaður knattspyrnudeildar

Aðalfundur knattspyrnudeildar Selfoss fór fram þann 26. nóvember síðastliðin. Ásamt hefðbundnum aðalfundarstörfum var kosin ný stjórn deildarinnar. Guðjón Bjarni Hálfdánarson var kjörinn formaður knattspyrnudeildar. Fresta þurfti myndun nýrrar stjórnar þar sem ekki bárust framboð til ritara eða gjaldkera.

Í yfirferð gjaldkera um fjármál deildarinnar var farið yfir þann mikla viðsnúning í rekstri sem fráfarandi stjórn stóð fyrir og eru bjartari tímar í fjármálum framundan. Ingi Rafn Ingibergsson starfsmaður knattspyrnudeildar var formlega kvaddur af deildinni og var um leið sæmdur silfurmerki UMF Selfoss af Brynhildi Jónsdóttir fulltrúa aðalstjórnar.
Björn Gíslason heiðursformaður knattspyrnudeildar hélt stutta tölu um söguna ásamt Kristni Bárðarsyni fulltrúa minjanefndar. Eins og flestir vita er árið í ár 70 ára afmælsár knattspyrnudeildar.

Knattspyrnudeild óskar eftir framboðum í stjórn, framboð skulu berast í gegnum tölvupóst á umfs@umfs.is

Framhaldsfundur verður auglýstur síðar



📸Sunnlenska.is