Guðjónsmótið í Iðu

Guðjón Ægir
Guðjón Ægir

Flautað verður til leiks í Guðjónsmótinu í Iðu á morgun. Það er mikil eftirvænting fyrir mótinu og mörg lið búin að biðja um að setja nafn þeirra á bikarinn fyrir mót.

Um kvöldið verður geggjað ball um  í Hvítahúsinu þar sem nokkrir af þekktustu tónlistarmönnum Selfyssinga munu stíga á stokk og skemmta okkur fram eftir nóttu. Forsala á ballið verður í Iðu á laugardaginn og kostar miðinn litlar 1.500 kr. og svo kostar 2.000 kr. um kvöldið.

Sjáumst hress í Iðu á laugardagsmorgun og svo í Hvítahúsinu um kvöldið.